Seljanes annað kvöld. Vinna eins og satann sjálfur þegar hann er í ham. Hringja, græja, redda, lesa, skrifa, spá og pæla.
Fór í sund í gær, hef alltaf verið frekar löt að synda skriðsund, en neyddist til að synda það mína 500 metra, þar sem annað hnéð á mér gargaði og vældi þegar ég synnti bringusund. Kom þá á nýrri tækni hjá mér í skriðsundinu, þannig að nú held ég að ég syndi það oftar.
Fuglarnir hafa róast og eru flestir að ég held farnir að huga að utlandsferðum, æðurinn og rjúpan er sá fugl sem ég verð hvað mest vör við í morgungöngunni minni.
Skrifaði tvö alvöru bréf í gær, ásamt því að sortera bókhaldið og aðra pappíra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli