laugardagur, september 04, 2004

Í gær lagðist Illugaskotta í smá ferð norður á Strandir, til Seljanes. Veðrið var sól, logn, fögur fjallasýn ásamt því að himinninn var heiður og blár. Annað var að það var ekki nokkur sála á ferðinni. Illugskotta tók myndir eins og óð væri, fjöllin æptu á athygli og það fengu þau. Síðan var laumaðist ég í heita pottinn þar sem bannað er að baða sig. Það var gaman að liggja þarna með fagurt útsýni til fjalla og hafið rétt bak við sig.

Næsta stopp var á Djúpavík, síðan stoppaði ég á Eyri, þar var sjórinn sem spegill, tveir gamlir kallar voru að landa þorski, búið að byggja smá bryggju. Allt í einu kom jeppi, gömul hjón. Tók þau tali, svo kom annar jeppi kona og barn, svo tvær dráttavélar og tveir kallar. Allir stóðu og spjölluðu um þorsk, hringorma, reka, veður, fugla, ferðamenn, og fleira merkilegt.

Næsti viðkomustaður var Seljanes. Þegar Illugaskotta renndi þar í hlað þá var klukkan að verða 20:00. Þar stóðu fjórir kallar allt í einu, þeir hreyfðu sig ekki þar sem þeir stóðu í röð við húsgafflinn. Hummm,,, voru þetta tröll eða menn???,þekkti einn þeirra en ekki hina þrjá. Þetta voru þá Guðjón, Grímur, Jón og Óskar. Bræður fjórir frá Dröngum sem eru að gera upp gamla íbúðarhúsið.

Spjallað um refi, minnka, nýtingu náttúrunnar, brjálaða veiðimenn, étið brim salt saltkjöt, allt í einu var klukkan að verða 2 um nótt. Þá voru lygasögurnar orðnar margar, hláturinn enn þá meiri og allir farnir að geyspa vel, einn útselurinn hraut undir þessu öllu saman.

Það þyrfti að setja alla þá sem eru að fá byssu-og veiðleyfi í geðrannsókn sagði einn Drangabróðirinn. Illugaskotta er sammála, of mikið af bölvuðum fávitum hafa leyfi til þess að bera byssu, námskeiðið er aulahellt, of auðvelt.

Illugaskotta svaf úti á túni,,,,það var ljúft, vaknaði klukkan 4 um nóttina þegar rigningin var farin að lemja á mér andlitið, fór þá inn í hús.

Daginn eftir var byrjað að smíða, allt í einu urðu hundarnir brjálaðir niðri í fjöru. Þeir fundu minnk, haglabyssa, bensín, hundar, menn, eldur, minnkalykt. Skot, dráp, tveir hundar að rífa í sig minnk.

Haldið áfram að smíða. Illugaskotta vildi gera eitthvað, humm. En fann ekki neitt. Ritgerðin kallaði ásamt því að hana langaði aftur í sund. Yfirgaf bræðurna fjóra sem eru ekkert annað en skemmtilegir.

Kom við á Ingólfsfirði, fékk þar orma þorsk að borða, flatkökur og kaffi. Spjallað margt um forna tíð. Síðan áfram haldið suður. Sund í Bjarnarfirði, heim í rúmið. Lambasteik hjá Sigga og Alex, ásamt góðum samræðum, um pólitík og um landið okkar sem íslensk stjórnvöld bera ekki nógu mikla virðingu fyrir.

Engin ummæli: