fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Arafat, sem er búinn að vera í sjónvarpinu síðan ég man eftir mér er dáinn, það á eftir að riðla þessum svokallaða heimsfrið enn þá meir. Dabbi fyrrverandi kóngur styður enn þá innrásina í Írak heilshugar. Til þess að koma á lýðræði segir hann..humm,,þetta svokallaða vestræna lýðræði. Vildi óska að hann myndi útskýra þetta lýðræði,hvað það sé og hvernig það eigi að virka fyrir Íraka og Írak.

Illugaskotta er komin á Strandir, það er kallt úti en enginn snjór. Verslaði 20 brauð í Bónus,það hef ég aldrei gert áður. 20 Bónusbrauð fylla eina innkaupakerru, þannig að þið getið gert ykkur grein fyrir því hvað þetta er mikið magn.

Halla og Ásdís eru að steikja kleinur og parta. Ég er að gúffa þessu í mig.

Mikið að gera á morgun í ritverkinu. Best að halda sér að verkinu.

Engin ummæli: