laugardagur, nóvember 13, 2004

Er að hlusta á útvarpsþáttinn "Í vikulokinn" þar er Gísli Marteinn að tjá sig,,úff erfitt að hlusta á hann,,en Dagur B. Eggertsson er að standa sig í því að svara vel og skilmerkilega.Hann er klár stjórnmálamaður.

Hláka úti. Enn hvað það væri frábært ef það kæmi nú allt í einu skrímsli syndandi inn í höfnina hérna á Hólmavík. Þá myndi ég fara út og taka myndir, senda þær til útlanda og innanlands og verða milli,,,skrímsla milli.!!! Svo myndi ég temja skrímslið og kennna því að tala eins og maður kennir páfagaukum að tala.

Hvar eru skrímslin, tröllin, huldufólkið, álfarnir og draugarnir? Ætla aðeins að hugsa það.

Nú tryllist ég. Bara nota þetta orð.

Slæki er eitt af mínum uppáhalds orðum. "Þú ert bölvað slæki"

Engin ummæli: