Í morgun kom ég sjálfri mér á óvart með því að muna lykilnúmerið á visa kortinu mínu þegar ég var að taka bensín. Sem olli því að ég komst í óvænta ferð með sjálfri mér, út á Gjögur að gera það sem ekki má.
Veðrið var magnað, sól og logn. Vegurinn á Bölunum var slæmur. Mikið hefur einnig hrunið af frekar stóru grjóti úr honum Kaldbak, sem er glæsilegt fjall.
Ekki sála á Djúpuvík, og ég mætti tveimur bílum. Á Gjögri var fjör, þar er sem sagt svæði sem ég get varla séð í friði,,eða verð alltaf að skoða með nokkurra vikna millibili.
Svo var bara rosalega mikil drulla á vegnum.
Er komin aftur í kotið, til að pakka dótinu mínu, skrifa geralista, lesa einu sinni enn yfir það sem ég er búin að skrifa og senda það svo í tölvupósti. Elda eitthvað í matinn og láta kvöldið líða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli