föstudagur, nóvember 12, 2004

Ég hló mikið í gærkveldi af honum herra Slippery sem er ótrúlega fyndinn persónuleiki í breskum sjónvarpsþætti. Hann er 40 ára og eitthvað, á þrjá graða syni og eiginkonu sem hann veit ekkert hvar hann hefur. Hann heldur sífellt að hún sé að halda fram hjá sér, og svo er hann dauðhræddur við lesbíur. Svo í bland við þetta allt kemur hinn algeri breski húmor. Magnaðir þættir, og því miður er bara einn þáttur eftir.

Eins og sést er ekkert að gerast. Það er kannski bjór í kvöld á Kaffi Riis. Svo er hægt að fara þangað í flatböku annað kvöld. Ljósaskiptin eru að sigla yfir landið.

Ég er á bls eitthvað að laga og betrum bæta. Jón segist vera búinn að drepa um 200 hagamýs, og svo er hann í samvinnu við hrafnanna, sem éta allt sem hefur komið í gildrurnar hans. Gott vistkerfi þar á bæ.

Mamma og pabbi hringja oft í mig, ég hlakka til jólanna og komast heim á bæ. Bærinn heima, Blönduósbær er að hugsa um að selja hitaveituna. Það er alveg fráleitt finnst mér, þarna er gull að koma upp úr jörðinni en bæjarfélagið vill selja gullið. Það er afleitt og fráleitt..

Ég vil að farið sé í að byggja sundlaug á Blönduósi og rífa upp menningartengda ferðaþjónustu,,,það er hægt að gera ýmislegt við þetta, það er mergurinn málsins. Ásamt því að stofna hafíssetur/stofu,sýningu,tengda rannsóknum, þjóðfræði og sögu.

Eða bara eitthvað út á þá sögu sem hefur átt sér stað í Húnaþingi. Það er afleitt hvað lítið er gert þarna. Veit ekki afhverju, því ég hef ekki kynnt mér það.

Engin ummæli: