laugardagur, nóvember 27, 2004

Í dag fór ég í göngutúr með Alex, við fórum út að Kálfanesi. Þar sýndi ég henni brunninn sem Guðmundur góði blessaði. Við fengum okkur sopa úr hinu besta plastmáli, sem þar er fest á staur. Flott uppspretta á góðum stað.

Veðrið var dásamlegt í dag, eins og alla daga. Ég er að skrifa um náttúrusýn,,,almennt um það fyrirbæri.

Datt því miður inn í fréttatímann þar sem Geir. H . Haarde var að þenja sig. Éta upp eftir stjórnaandstöðunni það sem þeir höfðu við skattalækanirnar að athuga. Furðuleg aðferð hjá honum. Í stað þess að útskýra hvað skattalækkanir þýða, hvernig þær koma sér vel fyrir suma en illa fyrir aðra. Útskýra hvað skerðist í staðinn. Nei hann þurfti að vera að gagnrýna Össur sem sagði þetta og hinn sem sagði hitt.....Leiðindar pólitík sem hann notar.

Skítkasta pólitík myndi ég kalla þetta, og ómálefnaleg.

Engin ummæli: