miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Það er alltaf ljúft að renna í höfn hér á Hólmavík. Ég var næstum því gengin af göflunum í gær,,,allt gekk hægt, hiti og loftleysi á Þjóðarbókhlöðunni, þar finnur maður heldur aldrei neitt. Fór á tvö önnur bókasöfn, sem var þægilegt,,en í milli tíðinni kom ég við í Kringlunni.

Í seinasta bókasafninu þá opnaði ég veskið og það var ekkert debet kort!..jæja best að klikkast ekki hugsaði ég. Og lét loka kortinu,,,svo var hringt í mig stuttu seinna..þá hafði ég gleymt því í Kringlunni. Dagurinn var hörmung. Ég er svo utan við mig að það er farið að valda mér áhyggjum. Ég týni öllu, gleymi öllu, og fæ stress köst hvað eftir annað.

Bjarni bróðir er enn þá á spítala,,mér lýst ekkert á þetta. Hann er með streppsukokka sýkingu sem byrjaði í hálsinum. Blóðið í honum er allt sýkt, hann liggur og það er pumpað í hann pensilíni og vökva í æð. Vona að þetta fari allt að lagast hjá honum, þeir ætla að taka úr honum kirtlana þegar hann fer að hressast. Þetta er nú meiri hörmungin. Þegar þetta byrjaði hjá honum þá píndi hann sig í vinnuna, var svo sendur heim af læknavaktinni með pensilín í poka..og svo versnaði þetta og versnaði.

Jamm og já..ég er alveg orðin eins og undin tuska af öllu þessu kjaftæði í kringum mig.

Allt verður betra á morgun, og þá hefst dagur hinna góðu verka einnig.

Engin ummæli: