mánudagur, nóvember 22, 2004

Hún er farin, hún er farin,,hún er farin til andskotans!...flensan

Ég er í Reykjavík, keyrði þangað í gær í þvílíka morgunveðrinu, sólin að koma upp,,og ekki sála á veginum, en nokkuð um hálku á veginum þó. Skellti mér í morgunkaffi til Hildar Eddu þegar ég var að renna í bæinn. Fór svo á ráðstefnu, þar sem verið var að kynna skýrslu um efnahags, auðlinda,félagsleg, menntunar- og umhverfismál á norðurskautinu. Þarna er nóg um verkefni sem á eftir að vinna og eru áhugaverð fyrir Illugaskottu til að vinna að. Í framandi og köldu umhverfi. Það er draugnum að skapi.

Sat einungis hálfa ráðstefnuna, en fór í bíó, með Blönduósgenginu. Það var nú mynd númer 2 með henni Bridget Jones. Jú, jú, fyndin mynd og svona, en svoldið um endurtekningar á hennar óförum í atvinnu og einkalífi frá fyrri mynd. En skemmti mér mest við að sjá kunnuglega staði í Thailandi, þar sem ég hef verið að dandalast.
Langaði allt í einu að sitja á ströndinni þar, drekka Chang bjór og éta Thailenska rétti, ásamt henni Binnu.

Nú er útréttingardagur og hitta fólk dagur, hjá mér. Fundur á morgun, með Gísla og Þorra, og Strandir snemma á miðvikudagsmorgun. Mig langar heim á Blönduós, til að hitta mitt lið, það styttist í heimkomu.

Engin ummæli: