fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Það er hægt að spegla sig í götunni fyrir utan húsið..svo mikil hálka.

Horfði á afar vandræðilegann breskan þátt í gær, fólk sem er að fara að gifta sig. Allt gengur á afturfótunum, endar á því að gaurinn er farin að strjúka tengdamömmu sinni, en hann heldur að það sé konan sín...

Ég er þreytt, löt og pirruð á því sem ég er að vinna í. Þetta virðist engan endi ætla að taka. Þó komið nafn á skrímslið:"Goðsögur á stjarnhimni". Er að fara að vinna í seinasta kaflanum sem þarf að skrifa þannig séð. En svo þarf að skrifa niðustöður, formála, inngang, og fara inn í heimildirnar sem eru á bakvið heimildirnar og bakvið þær heimildir....vá...ég öskraði ekki, þegar ég skrifaði þetta.

Bjarni bró fékk að fara heim í gær,,en alveg úti á klaka. Vona að hann fari að rétta sig við.

Engin ummæli: