fimmtudagur, desember 02, 2004

Það er til fjall sem heitir Herðubreið. Hún er svokallaður móbergsstapi, varð til við gos undir jökli og lýtur út eins og risa stór muffins kaka, finnst sumum. Herðurbreið er eitt af þessum fjöllum sem lætur mann finna það að allt sé smátt í veröldinni miðað við hana. Merkilegt fjall að mörgu leyti. Hún var fyrst klifin árið 1908 af Íslendingi Sigurði Sumarliðasyni sem var leiðsögumaður fyrir Þjóðverjann Hans Reck að nafni.

Einnig höfðu verið til sögur af Englendingi, sem hafði notast við akkeri og flugdreka til þess að láta hann hífa sig upp fjallið. Þá átti hann að hafa kastað akkerinu upp fyrir sig og svo einhvern vegin fljúga upp fjallið. Ekki veit ég hvort þetta er satt, en merkilega vel gat þessi Englendingur lýst jarðfræði fjallsins sem er á toppi þess!.

Sögur og svæði,það skiptir miklu máli að sögur fylgi stöðum, eiginlega öllu máli. Þá lifnar landið við á annan hátt.

Ég þarf að fara í eftirlit til tannlæknis, þori því ekki, þarf alltaf að hugsa það lengi áður en ég panta tíma. Bæði er það sárlega dýrt að fara til tannlæknis og svo er það oft óbærilega vont. Þar sem þeir stinga mann með risa nálum, bora og það heyrist hræðilegt hljóð....oj...ég finn fyrir þessu núna þegar ég skrifa þetta.

Nú er það lestur danskrar skruddu frá árinu 1909, sem bíður mín. Þvílík spenna og eftirvænting að hella sér út í það.

Engin ummæli: