miðvikudagur, desember 01, 2004

Vinurinn minn hann Mark Logan, hringdi í mig í fyrradag. Hann var að koma heim frá 3 vikna ferðalagi í Ástralíu. Hann át kengúru, hann át krókódíl, hann sá sjaldgæfan fugl sem er víst hættulegur, hann sá risa leðublökur, hann fór til Singapore sem er mjög snyrtileg borg. Á heimleiðinni þá stoppaði hann í Dubai sem er eitthvert Arabaríki þarna í eyðimörkinni. Þar fór hann í eyðimerkurrallý með einhverjum brjáluðum aröbum á risa jeppum.

Merkilegt allt saman, ég sá þetta allt fyrir mér sem eitt alsherjar furðuland sem hann hafði verið að ferðast um. Hann fékk einnig næstum því kókoshnetu í hausinn, sem hefði drepið hann. Hann át kókoshnetuna, kærastan hans fékk næstum því eitthvert mangó í hausinn þegar leðurblaka flaug yfir hana og missti mangóið úr klónum. Eitt alsherjar skop ævintýri. Ekki að undra að fyrr á tímum hafi orðið til alls kyns furðusögur af einfætlingum, skrímslum og öðrum furðuverum.

Jamm og já,,Í Thailandi drepast um 30 manns á ári vegna þess að þeir fá kókoshentu í hausinn.

Sólaruppkoman er mögnuð, þvílíkir litir hérna. Best að drösslast til að halda áfram.

Engin ummæli: