laugardagur, desember 04, 2004

"Til að illskan hafi yfirhöndina þarf ekki annað en að góðir menn aðhafist ekkert.“ Þessi fleygu orð, sem eignuð eru breska átjándualdarheimspekingnum Edmund Burke, hafa þátttakendur í skoðanakönnun bókaútgáfu Oxfordháskóla valið eftirminnilegustu tilvitnunina.Ljóðlínur Williams Butlers Yeats urðu í öðru sæti: „Gakktu varlega um, því þú gengur á draumum mínum.“ Í fimmta sæti þekkt orð Martins Luthers Kings: „Ég á mér draum.“ Í því sjötta orð Actons lávarðar um áhrif valdsins: „Valdið er gjarnt á að spilla mönnum, og fullkomið vald spillir fullkomlega.“ Í níunda sæti voru upphafsorð skáldsögunnar Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen: „Það eru almennt viðurkennd sannindi að vel efnaður og einhleypur maður hlýtur að vera að leita sér að konu.“

Það snjóar í logni, verið að baka súkkulaðibitasmákökur niðri í eldhúsi. Fór í göngutúr í morgun, ótrúlega hressandi en einnig er alveg hræðilega erfitt að vakna í þessu myrkri. Það er eins og klukkan sé 6 um morgun þegar hún er að verða 9, furðulegt.

Horfði á fallhlífa stökksmynd í gærkveldi, ég fann alveg adrenalínið og stressið renna um æðar mér þegar liðið var að fara að stökkva og þegar það sveif um loftið, eða var að steypa sér eins hratt niður og hægt er. Magnað fyrirbæri að geta stokkið út úr flugvél, og togað í spotta,,búmmm,,fallhlíf tekur af manni fallið. Veit hins vegar ekki alveg hvort ég prófi þetta, kannski.

Þarna var Manga hrafn að éta hafragraut,,sem búið var að setja út á stein fyrir hana,,svo flaug hún á braut.

Engin ummæli: