miðvikudagur, desember 01, 2004

Nú hlær marbendill...ef þessar spár myndu nú rætast í næstu kosningum. Þá er flokkurinn sem ég held alls, alls, alls ekki með..farin norður og niður.
Á landsvísu fengju Vinstri grænir 18% fylgi, Framsóknarflokkur 11%, sjálfstæðismenn 35% og Samfylkingin 31%, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.

Dagur alnæmis er í dag. Ég er farin að skilja allt. Frelsið mun eiga sér stað 21. janúar 2005.

Var að skoða bloggið hans Stefáns Pálssonar,,þar kemur fram nýtt nafn á landbúnaðarráðherra vors lands og þjóðar= pulsumálaráðherra!!!!! Mikið styð ég þetta nafn.

"Krakkar,munið nú að borða nóg af pulsum og drekka kók, þá verðið þið stór og sterk"! Ég var ekki að trúa því að maðurinn væri að láta þessa vitleysu út úr sér. Fyrst hélt ég að það væri búðið að talsetja gaurinn, en nei. Þetta voru orð PULSUMÁLARÁÐHERRANS eina og sanna.

Nú mun æska vors lands detta í pylsu át og kókdrykkju.Þetta er allt byggt á fáranleika, landinu er stjórnað af fáranleikanum einum saman, sem fær gott fylgi, því miður.

Pulsumálaráðherrann spurði líka fólkið sem var að mótmæla stríðinu á Austurvelli um daginn, hvort það styddi Saddam. Ég á ekki til orð. Draugur er haugur.
Farin í sund.

Engin ummæli: