föstudagur, janúar 14, 2005

Eftir mikla þolinmæðarvinnu á Þjóðarbókhlöðunni, sprakk Illugaskotta klukkan 17:00. Fór þá á annað bókasafn, og þar er gott að vera, en í millitíðinni hringdi Rakel, og heimtaði að fá grautfúlann draug niður á Hressó. Það verða víst allir voða hressir sem fara á Hressó.

Þar var nú gaman að hitta Sigga Atla, Rakel, Óskar,,og svo kom Tómas og Ragga. En Tómas hrökklaðist í burtu vegna þess að við hin vorum eitthvað svo ekki á hans línu, að ég held. Og svo var hann líka að fara að sjá besta, örvhennta,franska, píanósnilling í heimi, þannig að þetta er alveg skiljanlegt.

Nú heldur þolinmæðarvinnan áfram, Þórhallur kemur að hitta mig í hádeginu hérna á hlöðunni, og svo held ég áfram í þessari snilldarvinnu. Síðan sund um klukkan 18:00.

Engin ummæli: