laugardagur, janúar 15, 2005

Laugardagur til lausungar. Eitt það allra skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í get ég ekki valið, því öll mín ferðalög hafa verið allra skemmtileg.

Veður, náttúra, fólk, dýr, menning, sjór, selir, heitar laugar, nesti, gönguferðir, sofa undir berum himni, vakna með fugl ofan á svefnpokanum, sjá tófur, jökla, fjöll, hveri, hraun, skófir, skordýr, kýr, bændur að heyja, esso sjoppa og allir kaupa rautt í sumarleik essó! pylsur, tómatsósa, lambakjöt, rauðvín og bjór, hlátur, hanga í bíl, hitta aðra ferðamenn, rigning, rok. Veðurfréttir og fréttir...Ég svei mér mun aldrei getað valið öll ferðalög standa upp úr.

Illugaskottu langar ekki neitt, nema klára ritgerðina. Nenni ekki einu sinni að éta hvað þá heldur. Jú auðvitað langar mig margt, en leyfi mér ekki að langa neitt, ég væri frábær nunna, held ég..kannski.

Á morgun eru 10 ár frá snjóflóðunum á Súðavík, þann dag man ég vel, þá var ég að vinna á leikskólanum Lindarborg, að kaupa íbúð. Núna er ég ekki að kaupa íbúð.

Engin ummæli: