þriðjudagur, janúar 11, 2005

Horfði á ægilegann þátt í gær á RÚV, um PCB mengun í spendýrum á norðurskautinu. Illugakottu er brugðið, vissi af þessu en ekki að þetta væri svona rosalegt. Hvítabirnir eru orðnir tvíkynja á Svalbarða, sem veldur því að þeir fjölga sér ekki. Mengunin kemur frá risa fyrirtækjum úti í heimi, útblástri bíla í mið Evrópu og frá annarr skrattans mengun sem fellur niður á norðurskautinu. Þegar Kínverjar og Indverjar eru búnir að iðnvæðast þá mun heimurinn drukkna í viðbjóðslegri mengun. Það er ekki fjör að vera meðvituð um svona hluti, en þetta eru staðreyndir, og það er ekki alltaf hægt að vera strútur eins og sumir ráðamenn ríkisstjórnar Íslands eru.

Annað í morgun ég ældi næstum því yfir frétt í Fréttablaðinu,,ég er ekki að grínast..kúgaðist yfir óförum klikkaðs smyglara. Hann át eitt kíló af kókaíni,,en ferðalagið var langt, svo hann þurfti að losa sig við það einhvers staðar á leiðinni til Íslands, en hann át það aftur. Viðbjóður,,,svo var hann tekinn í tollinum hér á Íslandi,,sem betur fer.

En liðið sem er að taka þennan viðbjóð sem er smyglaður hér til lands, ef það bara vissi hvar skíturinn hefur verið....í alvöru. Það er ekki í lagi að taka eiturlyf, fólk er brenglað.

Nafnið er valið á barnið, og ég er nú bara frekar sátt við nafnið...hvað finnst ykkur?

Goðsögur á stjarnhimni: stjörnuskoðun og miðlun norrænna goðsagna.

Er að fara að skila einhverju plaggi til félagsvísindadeildar og nafnið á barninu verður að fylgja með. Illugskotta mun ekki trúa að þessi ritgerð klárist fyrr en hún er komin úr prentun...þá fyrst mun hún leyfa sér að njóta þeirrar tilfinningar sem hellist yfir mann þegar sköpunarverkið er tilbúið.

Engin ummæli: