mánudagur, febrúar 07, 2005

"Forn-Grikkir voru heillaðir af breytingu, hreyfingu og margbreytileika náttúrunnar. Laufblað verður til, en fölnar svo og eyðist. Allt virðist breytingum háð. Þeir vildu vita hvort eitthvað lægi að baki þessum breytileika".

Tók þetta upp úr bókinni Vísindabyltingin og rætur hennar í fornöld og á miðöldum sem kom út 2004, höfundur hennar er Andri Steinþór Björnsson. Svona er nú gaman að skoða bækur og spá í hvað aðrir hafa skrifað, túlkað og haldið fram.

Tók daginn snemma eftir að hafa grúskað og legið yfir barninu, langt fram á nótt, barnið sem mun líklega aldrei fæðast, er komið með nafn, en móðir þess er ógnar skrímsli og óhemja sem á erfitt með að sinna því sem skyldi,,móðirin hefur ekki alveg skilið þarfir þessa barns, sem eitt sinn var ofurlítið hugarfóstur í Illugaskottu illgjörnu. Jæja,,það er ferskur vindur úti,,allt gengur bara eins og það gengur. Gangi ykkur sem allra best með ykkar störf í dag, lesendur góðir.

Engin ummæli: