föstudagur, febrúar 11, 2005

"Gengið á reka" er skemmtileg bók eftir Kristján Eldjárn sem kom út árið 1948, þar skrifar hann um nokkra fornleifafundi, með þeirri aðferð að láta fólkið sem átti hlutin eða hlutina lifna við,,galdrakarl var hann líklega hann Kristján Eldjárn. Hef áður lesið bók eftir hann, sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu, en þar fékk Illugaskotta ógnar áhuga á þríblaðanælum og hvert skipti sem ég sé þær á söfnum erlendis man ég söguna á bakvið þær, sem enn og aftur gerir þær áhugaverðari.

Í gær var brunað alla leið austur í Lón. Fjalla- og jöklasýn var ægifögur, hreindýr hoppuðu um grundir og fáir aðrir voru á ferli. Komum einnig við á byggðarsafninu á Höfn, þar eru hlutir sem prýða flest byggðarsöfn, en inn á milli liggja fjársjóðir. Þarna fann ég forláta beisli, sem er líklega frá 16. eða 17. öld og er það ægilega fallega skreytt. Einnig voru þarna fallegir náttúrugripir og ljósmóðurtöskur. Illugaskotta veltir oft fyrir sér afhverju hinar ýmsu iðngreinar eins og t.d. hnakkasmiðir og gullsmiðir sæki sér ekki hugmyndir á byggðarsöfnin.

Birtan á leiðinni heim var sérstök, svona jöklabirta þegar húmið er að síga yfir. Veit varla hvað bók ég á að lesa, þannig að ég er núna að lesa þrjár. Skaftárelda, Gengið á reka, og Bókmenntasögu I...hún er hundleiðinleg..en verð að lesa þetta til að skilja allt sem ég hef verið að skrifa um betur.

Í dag er skemmudagur, enda þarf rauður á smá upplyftingu að halda.

Engin ummæli: