þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ég fór fram úr mér í brjálæðis pirrings kastinu þarna á laugardagsfærslunni, það er rétt. Maður á ekkert að bera á torg hvað hausinn er orðin brjál og sálin er orðin skál. En jú, þetta er orðið fjandi langt og erfitt ferli.

Þegar ég tala við annað fólk sem hefur verið að skrifa M.A ritgerð í umhverfisfræðum, þá hefur enginn orðið fyrir eins stífum kröfum og ég. Humm,,það leiðir hugann að því hvað sé að gerast með mig og mitt verk. Stórt verk og ég ræðst aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur. Hugmynd minni verð ég að koma á framfæri, ég má ekki hætta við og gefast upp, þá er næsti kostur sem er að fara í frí.

Koma hress og spræk aftur að verkinu og sýna vandvirkni 100% og skilning á efninu 100%, mig vantar að ná utan um megin hugmyndina, að ég nái utan um hana og geti komið henni frá mér á skiljanlegan máta fyrir lesendur verksins og hlustendur varnarinnar hjá mér er megin málið.

Mig vantar tröppur frá jörðinni upp á himinhvolfið, ég þarf að færa náttúrutúlkunar kaflann fremst en ekki hafa hann næst fremst, ég þarf að taka myndirnar út, þær mun ég bara nota á kynningum, og ég þarf að laga hvernig ég nota óbeinar heimildir, allt og sumt og jú, ég þarf einnig að búa til stuttann kafla hvernig ég ætla að segja fólki frá náttúrunni út frá þessum fornu útskýringum, þannig að allir hafi gaman af og skilji það sem um er rætt....Allt og sumt, en heilinn og ég erum orðin þreytt.

Þokan liggur yfir eins og rosalega þykkur feldur á ísbirni. Ég er ísbjörn urrrr,,,ekki hrafn.

Engin ummæli: