miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Horfði á myndina "The Corporation" í gærkveldi, þessi mynd sýnir fram á að stórfyrirtækin í heiminum, stjórna, misnota og græða á öllu því sem skiptir máli, en þeim er sama þótt þeir misnoti börn, fátækt fólk og náttúruna. Svo lengi sem þeir græða, græða og græða. Einkageirinn græðir, með því að einkavæða allt tapar fólkið en fyrirtækin græða.

Ég er á móti þessari einkavæðingu alls staðar, eitthvað má vera í eigu ríkisins, því þá hefur fólk einhver völd á það sem gert verður. En með einkavæðingu fer allt á hendur fárra og fólkið missir völd til að segja eitthvað, eða bæta hlutina.

Það er komin tími til að skipta um ríkisstjórn, það er komið nóg af lélegri stjórnun þessa magnaða lands og á kröftugri þjóð. Það þarf að leyfa fólkinu að spreyta sig meira, það þarf að sýna meiri áhuga á menntun barna, að fjölskyldufólk geti verið meira heima með börnin, því þau eru framtíðin. Fyrirtæki eru ekki framtíðin eða stjóriðjan eins og ríkisstjórnin virðist trúa.

Það þarf meiri nýsköpun úti á landi, virkjun á menningararfi og góðri menntun er alveg nauðsynleg. Ungt fólk með alls kyns menntun getur ekki spreytt sig, því það eru ekki störf fyrir það. Menntunin nýtist í eitthvað allt annað en hún gagnast best í. Unga fólkið fer ekki aftur heim úr Reykjavík, kraftar þess koma ekki til baka í heimahaganna. Með nýsköpun úti á landi væri hægt að virkja krafta heimamanna og unga fólksins saman sem er að flytja aftur heim. Nýta staðbundna þekkingu til að sýna fram á það sérstaka og einstaka sem prýðir hvert hérað og sýslu hér á landi.

Lífið er ekki Reykjavík eða sumarbústaðir um helgar, lífið er um allt land. Þjónusta við fólk úti á landi er skammarlega slæm.

Það er vor, vor, vor úti. Kv frá Illugaskottu, sem er eitthvað pólitísk þessa daganna.

Engin ummæli: