fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Á morgun fer ég norður, þá verður gaman. Núna er ekki gaman, þótt ég spyrji allan daginn út og inn, hvort það sé ekki fjör? og hvort það sé ekki gaman?, þá er ég að grínast og hæðast af þessum fjörorðum.

Það er vor úti, þokan er eitthvað að glenna sig. Mér líður eins og ég sé að fara til tannlæknis, en ég er að fara á fund.

Í gær fór ég með Röggu að labba í Heiðmörk, fundum stíg við vatn, svo fundum við hlið, auðvitað verður maður að sjá hvað er bakvið hlið og við enda á götum. Þarna voru há tré og langur stígur, merkilegt. Svo rákumst við á eldgamallt hús með fallegri styttu fyrir utan.

Álftirnar eru hressar í þessu veðri, líka gæsir og smáfuglar. Nú er eitthvað annað að éta en frosið úti allt.

Engin ummæli: