mánudagur, febrúar 21, 2005

Er að byrja aftur, ég gefst aldrei upp. Takk fyrir peppið. það er þoka úti, ég er fúlegg.

Annað er það í fréttum að Illugaskotta og einnig leiðbeinandinn hafa fundið fleiri ritstulda frá henni, í ritgerðinni. Það er ógnar pirrandi að hafa gert aðra eins hluti, hér og þar. En þetta er bara úr íslensku heimildunum, þar hef ég umorðað, en ekki nóg. Þetta er ekki gert með ráðnum hug, svona vinnar þreyttir hugar. Þar næsta fimmtudag verð ég í flugvél til Ameríku.

Er einnig að laga annað, ég segi eins og er. Þetta virðist enga endi taka, og lífið verður undarlegt ef þetta tekur einhvern endi, mikið væri ég til í að vera núna úti á sjó að draga ýsu og þorsk í soðið.

Svona er nú það, ótrúlegt fjör, gaman og hlátur. Ætla til ömmu í kvöld og elda ýsu úr frystinum þar, ætli ýsur vaxi í frystum?

Engin ummæli: