fimmtudagur, apríl 28, 2005

Sólin grettir sig og bara hlær. Las Vegas, það er örugglega rosalega brjáluð borg, þar sefur víst engin, ég meina allt er opið 24 klst...og allir spila og leika sér.

Ég fer í leikhús í kvöld, Mýrarljós. Illugaskottu finnst alveg óheyrilega leiðinlegt í leikhúsi. Oftast eru þetta andstyggleg verk, uppspert, snobb og tilgerðarlegur leikur, finnst leikarar oft ofleika og svo er það allra versta að sætin eru svo óþægileg og þá verður draugurinn alveg rosalega pirraður. Hann vill geta rétt úr sínum skönkum, ropað og látið eins og versti ólátabelgur. En við skulum sjá, kannski er þessi sýning spennandi, og grípur minn draugslega anda.

Skemmtilegasta leikrit sem ég hef farið á var Ormstunga, það var algjörlega magnaður spuni hjá Benedikti og Halldóru. Þau voru hress og fóru með fornan texta eins og hann væri tungumál talað í dag. Gjörsamlega ógleymanlegt. Sendi Gumma og Eydísi vinkonu á þetta leikrit, sagði að það væri skylda að sjá það. Held þau hafi líka skemmt sér vel.

Æddi í sund í morgun, vöðvarnir eru farnir að segja mér að þeir séu þreyttir, en ég hlusta ekki á þá, heldur hamast. Ég get hvílt mig í hvíta kassanum,,,,það segja þeir bestu. Bless frá Illugskottu rugludollu og ólátabelg.

Engin ummæli: