miðvikudagur, apríl 27, 2005

Sund i morgun, það er ekkert betra. Illugaskottu líður undarlega, bara er heima allan daginn, hlusta á frábæra tónlist og hamast í því að yfirfara, laga, bæta, endurskrifa og semja. Í gær var ég til dæmis tvo og hálfan tíma að laga fimm blaðsíður. Hvað er það? Eintóm heimska held ég barasta....en jamm og já. Ætla alltaf að klára að fara yfir allt en tekst aldrei. Þetta tekur svo miklu meiri tíma en ég hélt. T.d. bara það að finna hvernig nafn á einhverjum Forn-Grikkja er stafsett á íslensku tekur skrattans langann tíma. Ljót íslenska veit það en varð bara, afsakið.

Er á blaðsíðu 109, af 134 og hverjum langar að lesa yfir stafsetningu? Vinsamlegast hafið samband strax við Illugskottu, því það eru villur hér og þar...tekst ekki að útrýma þeim frekar en minknum eða lélegum stjórnmálamönnum. Siminn minn er í símaskránni og netfangið mitt er illugaskotta@hotmail.com

Æji dæs,,,,en verð að hvíla mig í kvöld og fara snemma að sofa. Búa til tíu blaðsíðna leiðbeiningarbækling um það hvernig herra x eða frú x geti sagt frá náttúrunni í gegnum eða með hjálp norrænu goðafræðinnar.

Engin ummæli: