þriðjudagur, apríl 26, 2005

Tók daginn snemma í morgun. Vesturbæjarlauginn rokkar, ekki svo feitt klukkan 7, því þá er hún full af fólki, en klukkan 715, þá tæmist hún. Þannig að á morgun verð ég mætt klukkan 715 í tóma laug. Útiklefar og ferskt loft er eitthvað fyrir Illugaskottu.

Í gær seldi ég Gamla Rauð, og skipti smá upp úr árgerð 1991 yfir í árgerð 1997 á Toyotu, því það eru einu bílarnir sem ég vil, yfir í Toyoutu Carínu. Flottasti bíll sem ég hef nokkurn tíma átt. Vínrauður. Nú er fjör og nú er gaman. Fórum í heimsókn til Hildar Eddu í gærkveldi, ég, Iðunn og Lára. Það var gaman, einnig keyrðum við út í Geldinganes, skrítið að vera ekki á jeppa, en ég var tilbúin í að breyta um bíl.

Bráðum, bráðum kemst ég á Strandirnar, þá get ég farið að skipleggja og redda hinum ýmsu hlutum sem ég hef ekki tíma til að garfa í núna. Ásamt því að vinna og fá salt og pipar í grautinn.

Engin ummæli: