föstudagur, apríl 29, 2005

Föstudagur,,18 dagar síðan ég yfirgaf Ameríku, allt líður svo hratt. Það er gott að vera ekki lengur á jeppa, ég er enga stund að snattast um bæinn. Hvar ætli krummi sé búin að verpa? Krummi sem á heima á Háskólabíó, ég er að spá í hann. Það verður nú meira útskriftarfarganið í fjölskyldunni minni í vor, Hugrún systir verður stúdent og einnig löggild húsmóðir, úr Hústjórnarskólanum í Reykjavík, það er ekkert smá...síðan er það víst ég, líka Illugaskotta.

Ég sef lítið,,vona að ég sofi vel í nótt, er alltaf að vakna,,,fór í nótt og fékk mér eitthvað að éta, síðan hélt ég áfram að lesa bókina Kalli og sælgætisverksmiðjan, þvílíka snildarbókin. Er að lesa hana á ensku, Rohald Dal samdi þessa bók, hann varðveitti í sér barnshjartað, það er alveg öruggt. Er ein heima að huxa málið, þvotturinn hringsnýst í þvottavélinni, búin að taka til í herberginu og horfi núna einhverja norska mynd.

Engin ummæli: