föstudagur, júní 17, 2005

Í dag fóru Jón glói og Jón lærði í fyrsta skipti í bað, þeir steinsofnuðu á eftir sem betur fer....hættir að æpa eins ógurlega og venjulega. Bað hrafna gengur út á það að draugar hella yfir þá ísköldu vatni úr blárri fötu, þá verða hrafnarnir ægilega kátir og byrja að þrífa sig.

Nú er það 17. júní og allir eru hressir. Gulrótarkakan ógurlega var bökuð í gær,,og hún situr nú bústin og sælleg inni í ískáp ásamt risstórri skál af þeyttum rjóma. Hef ekki enn þá dýft mér ofan í þessa köku.

Dýrindis steik beið mín þegar ég kom heim, þvílíka snilldin,,grill, salat, rauðvín. Illugaskotta er öfga kát með þetta allt saman. Hér er enn þá kuldaboli á ferð, sumarið í fyrra er ekki hér nú..skyldi engan undra.

Engin ummæli: