mánudagur, júní 13, 2005

Hópnauðgun á Tjörninni, var yfirskrift á einni sjónvarpsfrétta Stöðvar 2 í gærkveldi. Illugaskotta og Siggi Atla störðu á þessa mjög svo undarlegu frétt og voru svo hneyksluð eftir þessa umfjöllun að þau áttu ekki til orð. Í stuttu máli var fréttin sú að andarsteggir á Reykjavíkurtjörn séu víst farnir að stunda hópnauðganir á æðarkollum.

Talað var við mjög svo áhyggjufulla Reykjavíkurmær sem vinnur á Kaffi Iðnó. Hún sagði að kollan hefði öll verið blóðug eftir árás fimm andarsteggja á hana. Síðan sagði þessi mjög svo áhyggjufulla og hneykslaða Reykjavíkurmær, að þetta hefði verið hræðilegt að horfa upp á. Móðir hefði komið niður að tjörninni með barn sitt og hún hefði þurft að taka fyrir augun á barninu vegna hræðilegra aðfara steggjanna að kollunni. Síðan var sagt að dýralæknir nokkur segði að þetta væri óvenjuleg hegðun hjá fugladýrunum.

Jæja segir Illugaskotta nú og dæsir. Afhverju var ekki talað við fuglafræðing í stað dýralæknis? Ég næ ekki upp í nefið á mér, það er hræðilegt þegar fréttamenn fjalla svo ófagmannlega um dýr. Sýn fólks á atferli dýra er í meira lagi undarleg, og að alhæfa um að hér hafi átt sér stað hópnauðgun, er fáranlegt. Ég hef hvað eftir annað orðið vitni að því að atferli dýra sé túlkað á fáranlegann og rangann máta í fjölmiðlum þessa lands.

Getur ekki verið að eitthvað hafi verið að kollunni og þess vegna hafi steggirnir ráðist á hana? Getur ekki verið að hún hafi verið svo vinsæl að sá sterkasti vinni hana og fær hana sem sína ektakollu?

Illugaskotta hvetur þá sem eru svona ægilega hræddir við dýraríkið að lesa um dýr, fara út fyrir bæinn og fylgjast með þeim, upplifa, sjá og skilja þau. Úfff,,Illugaskotta er einnig mjög leið yfir þessari frétt, hér kemur fram skilingsleysi, fordómar og fáfræði á náttúrunni hjá mörgum aðilum.

Jæja best að koma sér í moldarfötin, er að fara að moka mold í hjólbörur og keyra hér í grænmetiskassana sem eru í garðinum hér við Sæberg. Það eru smá skúrir úti, logn og yndislegt veður. Illugaskotta ætlar ekki að voga sér að hugsa út í hópnauðganir andarsteggja í bili að minnsta kosti.

Gaggalagú sagði haninn og velti sér á bakið, því hann hló svo mikið af heimsku mannanna.

Engin ummæli: