sunnudagur, júní 12, 2005

Sunnudagur til suðurs!

Himbrimar, lómar, kríur, æðarfugl, sandlóur, álftarpar, lóa og brjálaður tjaldur eru þeir fuglar sem helst verða á leið minni á morgnana. Engan örn hef ég séð í sumar. Nóg að gera á Galdrasýningunni, og margt er þar í bígerð. Krummarnir hættu smá saman að æpa í gær, eftir að tveir einstaklingar tóku þá í agaþjálfun í því að þegja! Kötturinn lætur sjá sig hér í Sæbergi, er víst að eigin sögn fluttur inn. Hann er hættur að væla undarlega.

Engin ummæli: