fimmtudagur, júní 16, 2005

Skyrslettur, hafa skapað af sér deilur og leiðindi. T.d. sletta krummarnir alltaf á mig skyri, ég verð ekki hrædd eða fúl. Illugaskotta þvær það bara af sér og heldur áfram með daginn. Hvað er annað hægt að gera?

Hálendið er farið að kalla á mig, og Illugaskotta fer þangað brátt. Get ekki beðið eftir að sjá fjöll, jökla, svarta sanda, jökulár. Í straumi alls þá hugsar Illugaskotta oft til fjallsins sem heitir Herðubreið, og til staðar þar sem Hvannir vaxa vel.

Í gærkveldi lagaði ég greinarkornið mitt með hjálp Binnu, hún var hrifin af greininni og ég hlakka til að koma henni frá mér. Hún á að birtast í Morgunblaðinu þann 19. júlí, næstkomandi.

Engin ummæli: