föstudagur, júní 10, 2005

Ferðamenn eru farnir að láta sjá sig, gaman. Svavar, Pálína og Dagbjört komu til Hólmavíkur í kvöld. Þau voru að keyra Tröllatunguheiðina í fyrsta skipti og fannst það fjör.

Fátt að frétta, draugurinn er algjör haugur, þótt hann fari í göngutúra snemma hvern morgunn, éti hollt og allt það. Þá er bara haugur í draugnum. Allt er fínt, en já draugurinn ætlar að viðurkenna eitt. Hann er dauð dauð þreyttur og kann illa að slaka á, því það er ekki til í eðli draugsins. Þetta kemur allt segja Glóarnir,,,já ef maður gæti nú öskrað stanslaust í 8 klukkustundir, þá myndir draugurinn kalla sig góðann.. En það gera krummarnir okkar,,þeir bara standa á öskrinu.

Illugaskotta ætlar bara að láta þetta sumar líða, síðan verður hægt að ákveða eitthvað með framtíðina. Get ekki tekið ákvarðanir núna, æ mig auma!!! Nú hlær marbendill. Eitt alsherjar rugl út í eitt þetta blogg.

Engin ummæli: