laugardagur, júní 11, 2005

Það var frétt í útvarpsfréttum í dag, að örn hefði tekið lamb hér fyrir vestan. Núna þegar arnarstofninn er að styrkjast, þá verður meira vart við örn. Það er nú þannig að örninn hefur alveg jafn mikinn rétt og við mennirnir að lifa, koma afkvæmum sínum á fót, éta og vera til. Hefur maðurinn allan rétt að verja sitt, sinn æðarfugl, sín lömb og á örninn engan rétt?

Illugaskotta ætlar að taka upp hanskann fyrir örninn, vegna þess að fáir gera það. Örninn er kraftmikill og fallegur fugl sem við ættum að vera stollt af. Illugaskotta skal verja hann með kjafti og klóm, hún getur farið út í sjoppu étið eins og svín, t.d. svín, lömb eða naut á meðan örninn étur eitthvað annað sem hann tekur frjálsum klóm. Að fordæma lífsferli eins kraftmikils dýrs er eitthvað sem Illugaskotta hefur ekki mikið álit á. Hana nú sagði hænan þegar hún lagðist á bakið!!!

Sumir hafa orðið hræddir eftir þessar fréttir um að líklega geti ernir einnig tekið börn. Það er af og frá að svo fari, og vil ég biðja alla sem halda það að slaka nú aðeins á, og lesa sér vel til um örninn í hinum ýmsu fuglavísum sem til eru hér á landi.

Engin ummæli: