fimmtudagur, júní 09, 2005

Galdrasmyrslið er tilbúið,,næstum því, alveg. Bjó það til í gær, úr þessum jurtum: hvítsmára, rjúpnalaufi, birki, mjaðurt, blóðbergi, kerfill, draumsóley og fíflahausum. Gríðarleg blanda,,síðan er rest leyndarmálið ægilega. Á bara eftir að setja miðja á krukkurnar og striga ofan á lokin. Þetta er forneskjan sjálf.

Þarna er hjallurinn aftur risinn upp frá dauðum, það er gaman að sjá og á honum er nýtt snið. 9. júní,,,undarlegt hvað tíminn hoppar og skoppar áfram. Ég fer til Reykjavíkur í brúðkaup 2. júlí. Eitthvað fer ég á fjöll áður en að Reykjavíkur ferð kemur.

Krummarnir æpa alla daga, afhverju? Þessir krummar eru allt öðruvísi en Manga og Imba voru.

Engin ummæli: