laugardagur, júlí 16, 2005

Jón lærði hefur ekki skilað sér heim í dag, hann var hins vegar á prikinu sínu í gærkveldi. Jón Glói er alveg pirraður og veit ekkert hvernig hann á að haga sér þegar uppáhalds bróðirinn er ekki á svæðinu. Líklega hefur hann Lærði litli fundið galdrabækur í einhverjum giljum hér á Ströndum og er að læra eins hratt og hann getur alla þá galdra sem snúa að hröfnum.

Það rignir núna, át skyr með rjóma í dag, draugurinn varð svo gráðugur að hann fyllti diskinn af rjóma, lét hann drekkja skyrfjallinu..og svo slafraði hann þessu öllu í sig eins og hann hefði aldrei borðað skyr áður. Svo varð draug herfilega illt í maganum, æ mig aumann. Og borðaði ekkert fyrr en í kvöldmatnum. Eftir góðan sundsprett í lauginni sem bætir allt.

Nú er rólegt laugardagskvöld hér á Ströndum, sólin er farin eitthvert annað. Illugaskotta er að klára að lesa bókina Lífsins tré sem er eftir Böðvar Guðmundsson. Góður og fyndinn höfundur hann Böðvar.

Engin ummæli: