þriðjudagur, júlí 05, 2005

Ef allt væri eins og maður vildi hafa það þá myndi maður vilja hafa það öðruvísi.

Illugaskotta varð massa fúl í gær, því grein sem hún skrifaði og átti að birtast 19. júlí í Morgunblaðinu, birtist í gær!!! Hvaða heyksli er það? Ég er fúl út í Morgunblaðið, mér var boðið að skrifa aðra grein, stutta grein þar sem ég gæti vitnað í gömlu greinina mína. Enn þá fúlari við þetta tilboð. Draugurinn eyddi tíma og pælingum í greinina sína sem ber heitið: Landið lifir án okkar en við ekki án þess, hef engan tíma í að skrifa aðra grein. Er að skrifa svo margt annað.

Búin að vinna í dag, er á leið í sund, svo elda mér hamborgara, flaka og taka innan úr fiski, glápa á kassann,,,drekka pilsner, hugsa ekki neitt og vera ekki neitt. Það er ágætt.

Engin ummæli: