fimmtudagur, júlí 07, 2005

Tveir dagar í útivinnu ekki slæmt. Búin að vera að vinna úti í Bjarnarfirði við Kotbýli kuklarans, það var fjör. Skrokkurinn er allur í strengjum, fínt. Það rignir og rignir. Millt og gott veður þó. Vinna um helgina. Á sunnudaginn er Knebelsdagur, en þann 10. júlí 1907, hurfu Þjóðverjarnir Knebel og Rudlof við Öskjuvatn. Þeir fundust aldrei, en sumir segja að þeir sveimi þarna um enn í dag. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað hafi komið fyrir þá félaga, en aldrei komist á eina niðurstöðu.

Föstudagur til föstu, sagði einhver og datt á höfuðið.

Engin ummæli: