þriðjudagur, júlí 12, 2005

Ég öskraði á vindinn í morgun, en hann bara hló og hélt áfram að blása inn í hausinn á mér. Hann blæs enn þá og klukkan er að ganga fjögur um dag. Illugaskotta hefur ekki bakað neitt, eða eldað að ráði. Sjónvarpsdagskráin er áhugamál hjá draugnum, sem situr oft með hundshaus yfir kassanum. Svo hefur geralistinn styðst, og núna er ég að byrja að skrifa greinargerð um verkefnið mitt í Kanödu. Það er erfitt að skrifa þessa greinargerð, vegna þess að ég verð að afmarka mig vel.

Í einum sjóði sem ég ætla að sækja um styrk í eru 500 milljónir, fimmhundruð milljónir, bara ef ég fengi svona nokkrar krónur af þessum 500 milljónum þá yrði draugurinn kátur eins og brjálaður bátur.

Það er hins vegar svo margt sem ég á eftir að gera í Kanödu, að ég fæ spenningarhnút í magann!

Núna ætla ég að éta eitthvað og halda svo áfram að pikka og stinga út hugmyndum úr mínum þykka haus inn í mína þunnu tölvu.

Engin ummæli: