sunnudagur, júlí 10, 2005

Hið milda Strandaveður kom í kvöld, við sátum úti á tröppum og drukkum rauðar veigar, á meðan við nutum lognsins í stað roksins ægilega sem hér hefur geisað.

Hef fátt að segja, fylgist lítið með fréttum, drekki mér í alls kyns bókum, tala við ferðamenn,,,sinni herra hröfnum og spái í sjálfa mig. Er egóisti þessa daganna, eða kannski er ég það alla dag? Eldaði kús kús í gær og í dag, merkilegur matur það. Nennti ekki í sund eftir vinnu dag, lagðist strax í mitt bæli og lagði mig.

Keypti moggann í dag, vegna þess að í honum er athyglisverð grein um mann sem er þjóðháttafræðingur plantna, eða ethnobotany. Einmitt hlutur sem Illugaskotta hefur einkar mikinn áhuga á. Vinkona mín kemst sem betur fer á fyrirlestur hans sem verður á miðvikudaginn, þá fæ ég nánari fréttir af þessum frekar áhugaverða manni.

Frí á morgun, hef margt að gera í því. Græja pappíra, pósthúsið, hringja ýmiss símtöl, tína jurtir og rætur, kannski baka brauð og gera þykka súpu úr alls kyns grænmeti. Illugaskotta er hress og dagarnir líða allt of hratt.

Engin ummæli: