föstudagur, júlí 15, 2005

Hálf grillaður draugur situr hér fyrir framan tölvuna. Var að mála úti í Bjarnarfirði í dag, það var svo heitt að draugurinn reif sig úr fötum og hamaðist að vinna. Svo var bakið orðið grillað,,,og hendur..en ekki andlit,,því það var grátt og hvítt af sólarvörn. Draugur gleymdi að húðin hans er svo mikið drasl þegar sólin vill steikja hana.

Það er föstudagur, þokan er að skríða niður hlíðarnar hérna. Illugaskotta mun einnig dvelja úti í Bjarnafirði á morgun.

Eygerður og fjölskylda kom á svæðið í gær, það var gaman að hitta þau öll, og svo komu þau út í Bjarnafjörðinn í dag.

Glói og Lærði litli voru á baksíðu Morgunblaðsins í gær, en Illugaskotta átti myndina.

Bestu sumarkveðjur frá Skottu rottu...ps. Vegurinn upp í Herðubreiðarlindir er að fara í sundur eða í kaf eða bara bæði held ég, Jökulsá á Fjöllum er ekkert lamb að leika sér við.

Engin ummæli: