miðvikudagur, maí 12, 2004

Í dag fór ég í sveitina Dalland, skoðaði nýju folöldin tvö, spjallaði við Þórdísi, gróðusetti tómataplöntur og gúrkuplöntur, mokaði hrossaskít í holur, og reif arfa. Frábær dagur með góðu fólki. Allir í góðu skapi á Dallandi og hressir. Svart og hnífur.....

Hef komist að því að fólk sem er leiðinlegt er hætt að koma mér á óvart, fólk sem heldur að það sé merkilegri en aðrir er óþolandi fólk. Enda reynir draugurinn að forðast það sem heitann eldinn að umgangast þannig fólk, en stundum þarf maður að gera fleira en gott þykir.....segi ekki meir.

Upplifði mig í gær, sem risastórt tröll, stóra og mikla, með háa rödd..kannski er ég þannig,,,og fólkið í kringum mig var svo minna en ég og lágværara og í fínni fötum og eitthvað svo dannað. Ég á svo ekki heima í borg.

Engin ummæli: