sunnudagur, maí 09, 2004

Ég er of mikil verkkona í mér til þess að vera hangandi yfir bókum, heimildum, tölvu, skrifum, kenningum, heitum og hvað þetta heitir allt saman. Sat heima til 14:00 í dag. Fór þá að ná í hjólið mitt, síðan í göngutúr sá þá kríuna sem gargaði heil ósköp. Svo í heimsókn til Svavars, síðan í sund að synda! ekki hanga í pottum eða sólböðum. Gargandi börn út um allt, fékk bólur og ofnæmiskast, teigði á og skundaði á braut frá gargandi skrímslum og fljótandi líkum,,,,,sem flutum hægt um og ekki var hægt að synda fyrir.

Síðan já, síðan fór ég heim, gekk frá las moggann,,,,og fór á leikritit sem Siggi Atla leikur í "Kleinur", ég fór á hjólinu mínu. Vá!!! hvað það er gaman að hjóla, flaug um bæinn og ætlaði varla að nenna á leikrit í þessu veðri, en það var þess virði að fara á leikritið.

Nú á morgun verður farið í það að leysa út afmælisgjöfina mína sem er að koma frá Mark vini mínum, en hún lennti í klónum á tollinum, sem mér finnst vera mjög pirrandi að þurfa mjög líklega að borga fyrir að fá afmælisgjöf frá útlöndum. Hvað þýðir þetta lesendur góðir? Við búum í eftirlits þjóðfélagi af hæstu gráðu. Einnig þarf ég að hanga og vinna á bókasafninu.

Sprengju fréttir daglega í fjölmiðlum, er hætt að taka eftir þessu..

Siggi á Hnappavöllum í Öræfasveit á afmæli í dag, til lukku með daginn!! Það var sól hjá honum eins og fleirum sunnanlands fólki í dag.

Engin ummæli: