mánudagur, maí 10, 2004

Mánudagur 10. maí til mæðu.

Innrásardagurinn á Ísland,,fyrir einhverjum árum, þegar heimstyrjöldin var.

Í gær sá ég í fréttunum bandaríska hermenn með vélbyssur á Íslandi!!!, vegna komu einhvers skips hér við Suðurnesin. Þetta fannst Illugaskottu nóg. Vil ekki sjá þessa hermenn á mínu landi og hvað þá sprangandi um með vélbyssur. Vil herinn í burt, vil að við getum sagst vera þjóð sem er án hers, og að við höfum friðarstefnu að leiðarljósi hér á landi.

Vá Bush og Blair eru búnir að biðja Íraka afsökunnar mikið eru þetta skilningsríkir og auðmjúkir menn. En hvaða lagar það? Ekki neitt, þetta eru bara orð ríkjandi herra. Þessu fólki heldur áfram að líða ömurlega eftir að hafa orðið fyrir barðinu á bandarískum og enskum hermönnum. Mér er alveg sama um innihaldslausar afsakanir og þeim líklega líka. Eina lausnin er að herinn drulli sér í burtu í frá Írak, þetta er land Íraka og þeirra óskipulag. Það á að treysta fólkinu að byggja upp sitt land og sína stjórn, án íhlutunnar USA eða UK.

Hvað kom eiginlega fyrir? Afhverju líta Bandaríkin á sig sem hina einu rétthugsandi og líknandi þjóð í heiminum? Afhverju er allt gott sem þeir segja? Afhverju eru okkar ríksstjórn fylgjandi Bandaríkjunum? Bush og hans félagar ættu að fara að hugsa um sinn rass og taka sig á heima fyrir, en í staðinn vilja þeir skoða annarra landa rassgöt sem þeir hafa ekki hundsvit á.

Þetta get ég þusað um, en mér er ekki sama að hafa verið dreginn undir stríðshatt ríkisstjórnarinnar, sem er bara fólk sem áttar sig ekki á því að Íslendingar dauðskammast sín fyrir það að styðja stríðið í nafni ríkisstjórnar Íslands. Svo senda þeir bara peninga út til að laga eftir stríðið, hvaða rugl og rykhernarður í augu almennings er þetta?,,,,,,,,,,,Hef sagt það áður og segi það nú, það þarf nýtt fólk inn á þing, fólk með reynslu úr mismunandi geirum atvinnulífsins. Ekki endalausa stuttbuxnastráka,,,,,,nú þegir draugurinn er orðin alveg sjóð dýr vitlaus í hausnum við allar þessar hugsanir.

Vá hvað það er mikið af fólki hérna á Þjóðarbókhlöðunni, eins og flóðið af nördum hafi ákveðið að flytja hingað inn, og ég með talin.

Engin ummæli: