þriðjudagur, maí 25, 2004

Það er allt búið að vera brjálað í dag. Búin að hendast niður á Alþingi hálf sofandi, hlusta á þingpöllum og fara í viðtal í útvarpið og meir og meir. Fundur í kvöld. Margt er óhreint.

Í samtali Dagnýjar Bergþóru Indriðadóttur við Árna Bragason mánudaginn 17. maí kom fram að ég, Illugaskotta mun ALDREI!!! fá vinnu aftur hjá Umhverfisstofnun. Þetta er leitt að heyra og er þetta vegna þess að ég á að hafa óhlýðnast skipunum hans. Ég óhlýðnaðist honum, það er rétt, en það gerði ég til að berjast fyrir réttindum landvarða. Einnig tjáði hann sig við hana um skýrsluna sem ég hafði skrifað. En hann sagði að hún hefði verið eins og blaut tuska í andlitið, það væri fáranlegt að leyfa hverjum og einum landverði að skrifa sína skoðun og svo sagði hann að ég fengi aldrei vinnu þarna aftur. Hvað gengur þessum manni til? Afhverju segir hann þetta ekki beint við mig?

Mér finnst furðulegt að Umhverfisstofnun standi ekki með starfsmönnum sínum, þá meina ég landvörðum.

Þetta er skrítið land, ég hef ekki áhuga á þessu bulli, þetta er leiðinlegt mál. Það er leiðinlegt að Dagný fái ekki vinnu því hún hefur skoðanir á náttúruvernd og er ekki að hylja þær skoðanir.

Illugaskotta er samt hress, lífið er skemmtilegt, ég á marga góða og sterka vini, ég er að segja satt, ég berst fyrir náttúrunni. Að eiga góða vini og sterka fjölskyldu er fyrir öllu, einnig að hafa góða heilsu. Þessu fólki skal ekki takast að skemma neitt fyrir mér.

Þeir sem vilja kynna sér þetta mál er bennt á síðu Ögmundar Jónassonar. ogmundur.is

En þar er hægt að skoða þau skjöl sem Umhverfisstofnun sendi Illugaskottu/Björk, vegna þessa svokallað fánamáls, ásamt þeim svörum sem ég sendi.

Engin ummæli: