mánudagur, maí 24, 2004

Það er margt um óréttlætið í þessum heimi og einnig á Íslandi. Ögmundur Jónasson tók á einu af fáum mála sem tengist óréttlæti. Illugaskotta fagnaði. Þetta var það sem þurfti. Ögmundur sagði t.d. þetta sem er hér feitletrað.

Þá minntist hann á að landverðir sem mótmæltu í fyrra framkvæmdum á hálendinu yrðu ekki endurráðnir í sumar. „Ætlum við að láta ríkisstjórnina komast áfram upp með þessi vinnubrögð? ... Það er kominn tími til að beina íslenskri pólitík inn í annan og uppbyggilegri farveg en þessi ríkisstjórn hefur grafið...“

Við sem unnum á hálendinu í sumar, reyndum í einu og öllu að vinna með náttúrunni, sýna náttúruvernd í öllum okkar verkum, þess vegna óhlýðnuðumst við skipunum okkar yfirmanna. Þess vegna!!!! Eitt okkar sótti aftur um í sumar á hálendinu en fékk ekki vinnu. Hvað sem þessi landvörður hefur spurst fyrir þá hefur honum ekki verið svarað afhverju hann er ekki endurráðinn!!!!

Ég sótti ekki um aftur vegna þess að ég vissi að ég fengi ekki aftur vinnu sem landvörður. Vegna þess bréfs sem ég fékk frá lögfræðingi Umhverfisstofnunnar eftir að ég varð að fá mér lögfræðing, til að verja það að ég flaggaði í hálfa stöng utan míns vinnutíma á mína eigin fánastöng.

Ég ákvað að sækja ekki um vegna þess að ég frétti að ég fengi ekki vinnu þarna aftur. Vegna þess að ég tala máli náttúrunnar. Þess vegna fengi ég ekki vinnu aftur. Ég tala ekki máli minna yfirboðara, og hlýddi þeim ekki vegna þess að þeir unnu á móti okkar þekkingu og reynslu á svæðinu vegna þess að þeir vinna á móti náttúrunni.

Heggur sá er hlífa skyldi! Þetta segi ég um Umhverfisstofnun.

Þegar yfirmenn manns vinna á móti náttúrunni, sem eiga að vinna með henni, þá er manni öllum lokið.

Enda er Illugaskotta búin að draga sig inn í sitt greni en hugsar sitt og segir sitt.

Engin ummæli: