mánudagur, maí 24, 2004

Sól og blíða á suðurtánni. Keyrðum í Laka í gær, í mjög góðu veðri. Vegurinn sundurgrafinn enda ekki búið að laga hann, þurftum að fara yfir nokkrar ár og sprænur sem er gaman.

Illugaskotta ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar komið var á svæðið. Þetta er ótrúlega magnaður staður, risa gígar út um allt, hraunbreiðan og víðátturnar, sást upp á Síðujökul,Sveinstindur og þar fyrir neðan kúrir hann Langisjór, sem ég hef mikinn áhuga á að vernda en ekki virkja.


Hins vegar er ekkert búið að gera fyrir ferðamanninn!!!! Þarna eru smá skilti um að þú sért komin inn í friðlandið en ekkert annað. Ekki áningarborð, ekki sögu- eða jarðfræðiskilti um eitt mesta gos sem sögur fara af á Íslandi á sögulegum tíma, en gosið átti sér stað árin 1783-84. Lakagígar eru um 25 km löng gígaröð í Vestur-Skaftafellssýslu.

Þarna þarf að koma upp lítilli fræðslumiðstöð, með jarð-sögu,flóru og fugla upplýsingum....en mikið er landið okkar magnað. Ég segi ekki meir. Greinilegt er að hér liggur fyrir mikið verk í fræðslu og uppbyggingu á þessu svæði.

Engin ummæli: