miðvikudagur, maí 26, 2004

Það er stutt í júní. Ég er ekki enn þá búin að koma mér út úr húsi í dag, er þreytt eftir átök gærdagsins.

En er að fara á Kaffi Mílanó að hitta tvær úr umhverfisfræðinni. Síðan held ég galvösk í verkefni gærdagsins sem er orðið verkefni dagsins, að safna heimildum á Þjóðarbókhlöðunni.

Stefni fastlega á útskrift í haust. En annað er óráðið með mitt líf, sem er spennandi. Er kannski að fara til Ameríku aftur, kannski að vinna með Guðjóni að hlaða úr torfi og grjóti, kannski að vinna áfram í lokaverkefninu, kannski að fá mér einhverja vinnu hér á Íslandi, kannski fæ ég barasta enga vinnu því að Árna Bragason segir það! smá grín á hans kostnað og minn, að minnsta kosti fæ ég ekki vinnu hjá Umhverfisstofnun.

Það er yfirlýsing frá mér í Morgunblaðinu í dag. Ég er ekki hress með það að ósætti landvarða frá því í fyrra við FFA sé blandað inn í þetta mál. Fánamálið og samskiptavandamál okkar við FFA eru aðskilin mál. Skrítið að Umhverfisstofnun standi með FFA, en ekki starfsmönnum sínum, starfsmönnum sem unnu 100% með náttúrunni þarna upp frá. Við vildum slíta samstarfi vegna þess að við getum ekki sinnt fræðslu eða eftirliti, því 80% okkar tíma fer í vinnu fyrir FFA og 20% í fræðslu og eftirlit. Þannig að friðlandið ber skaða af því að landverðir geta alls ekki sinnt því!!! Þess vegna þarf að slíta samstarfi. En það er ekki gert. Við sem unnum þarna upp frá vorum ekki að skemma 30 ára farsælt samstarf við FFA. Seinustu ár hafa landverðir átt í miklum vandræðum að vinna með FFA. Þetta er ekki ný bóla.

Illugaskotta huxar margt. Megið þið eiga ævintýranlega dag. Það ætla ég að gera, vonandi mæti ég tröllum og drekum í dag. Nóg var af þeim í kringum mig í gær.

Engin ummæli: