mánudagur, september 13, 2004

Illugaskotta ætlar á ráðstefnu um sjálfbæra þróun sem haldin verður 24. og 25. september í Reykjavík. Þetta er mjög áhugaverð ráðstefna þar sem saman kemur fólk með mjög fjölbreyttann bakgrunn. Þeim mun fjölbreyttari bakgrunnur þeim mun áhugaverðari umræður og fyrirlestrar.

Illugaskottu er umhugsað um það hvað fólk er hrætt við að segja skoðun sína. Eitthvað er þetta fólk hrætt við og það er slæmt.

Ég hef orðið vör við að það endurómar í íslensku samfélagi að það sé best að þegja og styggja ekki neinn.

Skilaboðin séu: Ekki segja neitt, bara vinna og þegja. Það er ekki gott að segja skoðun sína, það eru allir hræddir segir fólk. Hvað er að hræða það hef ég spurt, svarið er þá: það er hrætt við að missa vinnuna ef skoðanir þess brjóta í bága við það sem á að hafa skoðun á. Þessi svör er hvísluð, fólk horfir furðulega á mann og ákveður svo að svara.

Stórhættuleg þróun ef þetta er ekki bara ímyndunarveiki og ofsóknarbrjálæði að angra einn draug. Vil ekki hugsa þessa þróun til enda.

Vá Idol bíll var að keyra fram hjá húsinu mínu bara rétt í þessu.

Engin ummæli: