þriðjudagur, september 14, 2004

Nú þekki ég einn sem hefur komist áfram í Idol keppninni, hann komst í úrslit í dag á Ísafirði, hann Addi, það er frábært.

Annars þá byrjaði ég að skrifa í dag, og það gengur vel. Einnig hleðst inn á dagskránna allt það sem ég ætla og þarf að gera þegar ég fer til Reykjavíkur.

1) Ráðstefna um sjálfbæra þróun 24 og 25. september
2)Flytja allt dótið mitt í burtu úr turninum, JL húsinu.
3)Grisja eitthvað af öllum þessum fötum sem ég á og fer aldrei í
4)Hitta:Guðrúnu Ósk, Kamillu Mist, Láru, Hildi Eddu, Iðunni, Elísabetu, Steinunni, Dagnýju, ömmu auðvitað, Valdísi Veru og Laufeyju,Hólmfríði, Einar, Þórdísi, Nóa, Tátu og Tóvu og einhverja fleiri sem ég man ekki í augnablikinu
5)Fundur með Gísla og Þorra sem eru leiðbeinendurnir mínir
6)Fundur á Umhverfisstofnun
7)Fara á bókasafn Ust og ljósrita greinar um náttúrutúlkun
8)Þarf að fara með allar bækurnar á þjóðarbókhlöðuna og taka þær aftur því þeir eru með svo fullkomið kerfi að það er ekki hægt að endurnýja oft lán á bókum í gegnum síma.
9)Fara til læknis
10)Versla mér geisladisk
11)Fara í sund í Vesturbæjarlauginni
12)Kaffihús,,nú auðvitað Mokka, þar er gott að hugsa og lesa blöðin
13)Taka viðtöl kannski við nokkra landverði

Vá!!! Vissi ekki að þetta væri svona fjandi margt og meira á eftir að bætast við...kannski ákveð ég að gera ekki neitt,,,liggja bara í sundi með tærnar upp í loft!¨!!!,,,ps verð að muna að kveðja svo rottuna annars verður hún fúl.
14)Vinna á bókasafninu Þjóðarbókhlöðunni, eitthvað á Borgarbókasafninu.

Engin ummæli: