Það er besta svefnveður í heimi út: Rok....
Það var smalað í gær, sund, leti, Bændahátíð, étið, hlegið, talað við skemmtilegt fólk, heim. Frábært dagur í gær.
Hugrún systir hringdi í mig í gær, sagðist vera búin að hlaupa alla Hnjúkanna heima á eftir snarbrjáluðum rollum, Fannar bróðir var orðin brjálaður út í þessar skjátur og allir dauðuppgefnir. Þau voru að fara heim að éta skíthaugahoppara.
Held ég fari heim um næstu helgi, svo suður, svo austur og svo veit draugur ekki meir um sitt líf. Enda er ekkert gaman að vita alltaf hvert allt stefnir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli